Sýning bílaklúbbsins Krúser

18. ágúst 2010

Sýning bílaklúbbsins Krúser

Í tilefni af eins árs afmæli Bílaklúbbsins Krúser hélt félagið glæsilega bílasýningu í samvinnu við N1 um helgina.

Sýningin var haldin í 2000 fermetra húsi að Fornubúðum í Hafnafirði. Sýndar voru 80 glæsilegar bifreiðar; fornbílar, krúserbílar og gömlu góðu spyrnutækin sem voru vinsæl á götunum hér áður.Stemningin á sýningunni var frábær og voru gestir um tíu þúsund.