10. júní 2025

N1 setur valdið í hendur viðskiptavina – lægsta eldsneytisverðið þar sem þeim hentar

Viðskiptavinir N1 geta nú sjálfir valið hvar þeir njóta lægsta eldsneytisverðsins – á 96 stöðvum um land allt.

Með nýjung í N1 appinu geta viðskiptavinir skráð sig inn og valið þá stöð sem hentar þeim best, hvort sem hún er næst heimili, vinnu, ferðalagi eða þar sem kaffið er best.

Stöðin mín herferðin varir í 12 vikur eða til ágúst loka og geta viðskiptavinir breytt um stöð að vild á 30 daga fresti. Um leið er ekki lengur nauðsynlegt að elta verð – með nýju lausninni færist valdið í hendur viðskiptavina. Áfram verður fast lágt verð í boði á fimm staðsetningum N1 óháð herferðinni.

„Við viljum ekki binda viðskiptavini við ákveðnar staðsetningar eða vikur. Þeir eiga einfaldlega að fá lægsta verðið þar sem þeim hentar. Þetta er skref í átt að einfaldari og betri þjónustu“ segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1.                

Lægsta verðið og 2 punktar fyrir hvern lítra

Viðskiptavinir sem nýta sér þjónustuna fá áfram 2 N1 punkta fyrir hvern lítra af eldsneyti. Hver punktur jafngildir einni krónu og má nota til að greiða fyrir eldsneyti, hraðhleðslur, vörur og þjónustu hjá N1. Punktar safnast sjálfkrafa við notkun á N1 appinu eða N1 korti.

Allt í appinu – dæling, greiðsla og þjónusta

Með nýjustu uppfærslu N1 appsins er nú hægt að:

  • Velja “Stöðin mín” og fá þannig lægsta verð þar. Mögulegt að breyta á 30 daga fresti
  • Opna fyrir dælingu og greiða beint í appinu
  • Greiða með N1 punktum, Apple Pay, Google Pay eða greiðslukorti
  • Bóka smur- og dekkjaþjónustu, leigja dekk og virkja hraðhleðslur

Nánari upplýsingar má finna hér