15. desember 2015
Staðarskáli heldur í hefðina
Árlegt jólahlaðborð hefur verið haldið í Staðarskála síðan 1986 eða í tæp 30 ár. Jólahlaðborð Staðarskála er fyrir vegfarendur, flutningabílstjóra og nærsveitunga. Boðið í ár var mjög vel sótt en um 90 gestir mættu og gæddu sér á hátíðarmat og jólaöli.
Daganna eftir jólahlaðborðið halda síðan konurnar í sveitunum í kring úr handverkshópnum Grúsku, jólamarkað með handverki og kræsingum.
Við hjá N1 erum stolt af því að reka Staðarskála og fá að vera hluti af samfélaginu í Hrútafirðinum.