24. mars 2011

Spardagur N1

Fjölskyldudagskrá og kynning við Bíldshöfða 9 á laugardag

Laugardaginn 26. mars stendur N1 fyrir sérstökum Spardegi í Stórverslun N1 Bíldshöfða 9, þar sem nýir orkugjafar og fleiri áhrifaríkar leiðir til að draga úr eldsneytiskostnaði fjölskyldunnar verða kynntar ásamt skemmtilegri dagskrá.

Allir eru velkomnir og dagskráin stendur frá 10 til 16.

Verðhækkanir á eldsneyti og fleiru sem tengist rekstri bifreiða hafa ekki farið framhjá neinum. Á Spardegi N1 verður boðið upp á ráðgjöf sérfræðinga um nokkrar einfaldar leiðir til að draga verulega úr eldsneytisnotkun hefðbundinna bíla. Sem dæmi má nefna að skynsamlegt aksturslag, réttur loftþrýstingur í hjólbörðum, val á olíum og mótorhitarar sem geta minnkað eyðslu verulega.

Einnig verða kynntar nýir og raunhæfir orkugjafar fyrir fólksbílinn sem geta dragið úr kostnaði. Sérfræðingar munu kynna og svara spurningum um kosti og galla orkugjafa á borð við metan, bíódísel og rafmagns auk fjölvirkra bætiefna í bensín og dísel sem draga úr eyðslu.

Boðið verður upp á skemmtidagskrá frá kl. 10 til 16, lifandi tónlist og á klukkustundarfresti verður dregið í happdrætti sem allir geta tekið þátt í.

Boðið verður upp á pylsur, gos og kökur og ýmsar bílavörur á tilboðsverði.