Viðtal við Dag Benónýsson, rekstrarstjóra þjónustuverkstæða
Hjá N1 er hægt að bóka dekkjaskipti á netinu sem sparar fólki bæði tíma og fyrirhöfn. Kerfið er mjög einfalt,
fólk einfaldlega fer inn á heimasíðu N1 þar sem það getur valið það verkstæði sem best hentar að fara á og bókar tíma. Áminning er svo send í SMS áður en að tímanum kemur.
Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða N1, segir að netbókunin hafi mælst vel fyrir enda voru það óskir viðskiptavina N1 að færa tímabókanir í dekkjaskipti í netbókun. „Við mátum það þannig að fólk gæti skipulagt sinn tíma betur en áður. Það þyrfti ekki að sitja í röðum heilu og hálfu dagana. Viðkomandi fær SMS til staðfestingar og þetta er framtíðin í dekkjaskiptum. Meðfram þessu erum við líka með kerfi fyrir þá sem renna við. Þá getum við gefið þeim númer og kallað í þá með SMS-i þegar röðin er að koma að viðkomandi. Það hefur mælst líka mjög vel fyrir en netbókun er það allra vinsælasta hjá okkur.“
Eyða minna á sumardekkjum
Dagur segir að fram undan sé álagstími þar sem fólk skiptir úr vetrardekkjunum yfir á sumardekk. „Þetta er rétt að byrja. Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið og verður þannig næstu vikurnar. Það er betra að keyra um á sumrin á sumardekkjum en á svokölluðum heilsársdekkjum. Þau kalla fram betri aksturseiginleika og stytta hemlunarvegalengd töluvert. Bílar eyða líka almennt minna á góðum sumardekkjum, sérstaklega á þessum betri dekkjum sem við erum að bjóða upp á eins og Michelin og Cooper.“
Vinsælt dekkjahótel
Dekkjahótel N1 eru á öllum hjólbarðaverkstæðum fyrirtækisins og hafa fjölmargir nýtt sér þau enda sparar það bæði pláss og fyrirhöfn. Það getur nefnilega verið svolítið basl að burðast með dekkin inn og út úr bílskúrnum eða geymslum í skottið og aftur heim með gömlu dekkin. Dagur segir að þegar hjólbarðar eru skráðir inn á hótelið sé ástand, heiti, eigandi og staðsetning skráð og þegar líður að dekkjaskiptum, hvort sem það er að vori eða hausti, fær viðskiptavinurinn SMS um að dekkin þeirra séu klár til undirsetningar.
Hjá N1 er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og hafa öll verkstæði fyrirtækisins þann gæðastimpil að vera vottuð af Michelin sem tekur þau út árlega. Í þeirri úttekt er farið yfir alla verkferla, samskipti við viðskiptavini og tækjabúnað. Enda er það svo að það að keyra á Michelin er einnig ákveðinn gæðastimpill. „Michelin er að öðrum ólöstuðum þekktasta dekkjamerki heims. Þeir framleiða flesta hjólbarða í heiminum – fyrir utan LEGO auðvitað,“ segir hann og hlær.
„Fyrir utan Michelin erum við með Cooper, Kumho, WestLake og Mitas Taurus. Við erum að bjóða dekk í öll tæki og tól. Allt frá minnstu vélum og upp í stór landbúnaðartæki og vinnuvélar, hvort sem það eru hjólbörur, reiðhjól, vinnuvélar og í raun allt sem þar er á milli. Þar sem þarf dekk er bara einn staður til að koma á og það er N1.“
Árleg gæðanámskeið
N1 er með hjólbarðaþjónustu á níu verkstæðum af ellefu. Þau eru á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, Akranesi og á Akureyri. Starfsmenn N1 hafa mjög víðtæka reynslu og þekkingu enda heldur fyrirtækið reglulega námskeið á vegum Michelin, Cooper, Tech og fleiri fagaðila í greininni. „Við höfum verið að fá þessa aðila hingað til að halda námskeið og gerum það árlega. Stundum þurfum við að senda starfsmenn út á námskeið en það er sjaldgæfara.“
Dagur bendir á að dekk í dag séu mun betri en fyrir nokkrum árum. Þróunarvinnan sem sé unnin hjá þessum stóru aðilum sé þannig að dekkið í dag sem rúllar úr framleiðslulínunni sé mun betra en dekkið í gær. „Ef hugsað er til grips á vegum, vatnslosun og fleira þá eru þessir betri framleiðendur að skara fram úr. Michelin er þannig að það er ekkert fyrirtæki í hjólbarðageiranum sem leggur meira í þróun, enda er bíll á Michelin-dekkjum ákveðin gæðastimpill.“
Þó að nú sé komið að ákveðnum hápunkti í því sem fylgir því að reka dekkjaverkstæði segir Dagur að það skipti ekki öllu máli hvað N1 geti skipt um mörg dekk á hverjum degi. „Við viljum gera hlutina vel og fyrir okkur skiptir það ekki öllu máli hvað við skiptum um mörg dekk á dag – heldur að gera hlutina vel.“