05. október 2015
Sölumenn N1 á ferð um landið
Nýverið fóru sölumenn N1 á Austurlandið í heimsókn. Þessar heimsóknir eru liður í því að brúa bilið á milli N1 og bænda, verktaka og sjómanna á landsbyggðinni sem eru í miklum samskiptum við starfsfólk N1.
Sölumenn N1 buðu í hádegismat í Hótel Austur á Reyðarfirði og var þar margt um manninn og höfðu bæði stórir og smáir gaman af. Á Egilsstöðum var hádegismatur og kynning á Hótel Héraði og var þar einnig margt um manninn.
N1 mun halda heimsóknum sínum á landsbyggðinni áfram og hlakkar til að koma í þitt sveitafélag.