Söguleg þátttaka í Vegabréfinu!

15. júní 2019

Metþátttaka í Vegabréfinu

Metþátttaka hefur verið í sumarleik N1, en á fyrstu dögum leiksins skráðu 10.000 einstaklingar sig til leiks í honum, og hafa aldrei fleiri tekið þátt á fyrstu vikunni.

 

Vegabréfaleikur N1 hófst 6. júní sl. og andlit hans í ár er tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, sem að auki samdi lag fyrir leikinn í ár, Fylltu bílinn af fjöri, en lagið hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum, enda afar grípandi.  Vegabréfaleikur N1 hófst árið 1983 og í gegnum árin hefur fjöldi fræga einstaklinga komið að Vegabréfaleiknum og má þar nefna karlalandsliðið í knattspyrnu, kvennalandsliðið í knattspyrnu, Friðrik Dór, leikarinn Þorsteinn Gunnarsson, Leikhópurinn Lotta og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, svo nokkrir séu nefndir til sögunnar.

 

Þátttaka hefur ætíð verið góð í þessum vinsæla leik, sem felst einfaldlega í að safna stimplum í Vegabréf N1 á þjónustustöðvum um land allt, en hver stimpill færir þátttakanda gjöf og þegar fullstimpluðu Vegabréfi er skilað inn á næstu N1 stöð, er möguleiki á frábærum vinningum í leikslok.

 

Nú þegar landinn er í óða önn að leggja í hann í enn eina ferðahelgina er því tilvalið að grípa Vegabréf N1 með og safna stimplum og...Fylla bílinn af fjöri.