23. júní 2016
Smábæjarleikarnir
Á dögunum fóru fram Smábæjarleikarnir á Blönduósi en þar koma saman hressir krakkar í 4., 5., 6., 7., og 8. flokk af báðum kynjum og spila í blönduðum liðum í 8.flokki.
Knattspyrnudeild Hvatar hefur haldið Smábæjarleikana sl. 12 ár og hafa þeir verið sérstaklega hugsaðir fyrir félög minni bæjarfélaga af landsbyggðinni.
N1 vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar fyrir bæjarfélög af landsbyggðinni eins og Blönduós bæði með atvinnutækifærum en ekki síður stuðningi við það blómstrandi grasrótarstarf sem á flestum stöðum er unnið og því þykir okkur vænt um að geta stutt við bakið á verkefnum eins og Smábæjarleikunum.