Sjávarútvegssýningin 2011

23. september 2011

Sjávarútvegssýningin 2011

Íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð formlega í gær í Fífunni í Kópavogi og að sjálfsögðu er N1 með bás á sýningunni sem nýttur er til að kynna starfsemi og vörur hjá N1 sem henta sjávarútveginum – N1 básinn er nr. B50.

Það er nýmæli á sýningunni í ár að samhliða sýningunni er haldin málstofa um umhverfismerkingar og rekjanleika með vinnuheitinu „Áætlun um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga". Hún er skipulögð af Íslandsstofu í samstarfi við Fiskifélag Íslands. Sýningin nær til allra þátta í fiskveiðum í atvinnuskyni, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum. Sýningin er opin í dag frá klukkan 10-18 og laugardag milli klukkan 10-16.