22. nóvember 2013
Sjávarútvegsráðstefnan 2013
Sjávarútvegsráðstefnan 2013 er haldin á Grand hótel dagana 21.-22.nóvember.
N1 er ein af aðalstyrktaraðilum ráðstefnunnar og að auki flytur forstjórinn N1 Eggert Benedikt Guðmundson erindi á ráðstefnunni.
Erindi Eggerts Benedikts heitir „Á sömu bókina lært - Samanburður við aðrar greinar“.
Þar talar Eggert um að markaðssetning íslenskra sjávarafurða eigi margt sameiginlegt með markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna. Sem uppsprettu orkku og sem útflutningslands tækni, menningar og annarra vara. Í erindinu er hugað að því hverning þessar greinar geta stutt hver við aðra og miðlað reynslu.
N1 er með bás á ráðstefnunni, til að kynna þar vöru sína og þjónustu til sjávarútvegsins.