Síðasta umferðin í Íslandsmótinu EnduroCross um helgina

04. febrúar 2011

Síðasta umferðin í Íslandsmótinu EnduroCross um helgina

Laugardaginn 5. febrúar fer fram síðasta umferðin í Íslandsmótinu EnduroCross í Reiðhöllinni í Víðidal. Brautin um helgina mun bjóða upp á harða keppni en keppendur þurfa að berjast við stökkpalla, staurabreiður, hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira. Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Þar verður allt lagt undir og búast má við mikilli keppni og góðri skemmtun fyrir áhorfendur.

 Aðgöngumiði að keppninni mun gilda sem afsláttarmiði á útsölu Nítró sem er í fullum gangi núna og gegn framvísun miðans fæst 10% auka afsláttur á útsöluvörum!