Samstarf N1 og Aftureldingar

16. maí 2013

Samstarf N1 og Aftureldingar

Þann 14. maí 2013 var undirritaður samstarfssamningur á milli N1 og Ungmennafélagsins Aftureldingar. Samningurinn er til þriggja ára og inniheldur umfangsmikið samstarf beggja aðila.

Á næstu þremur árum munu Íþróttamannvirkin að Varmá ganga undir nafni N1, þ.e. N1 völlurinn og N1 höllin. N1 leggur metnað sinn í að styrkja íþrótta – og æskulýðsstarf félagsins.

Á myndinni eru  Ívar Ragnarsson fyrir hönd N1 og Guðjón Helgason formaður UMFA , við þjónustustöð N1 í Mosfellsbæ, að undirrita samninginn. N1 óskar Aftureldingu góðs gengis með von um að samstarfið verði báðum aðilum til heilla.

Einnig eru á myndinni: Arnór Snær Guðmundsson frá mfl KK og Sigríður Þóra Birgisdóttir frá mfl kvk.
Krakkarnir eru úr fjórða flokki í handbolta.