22. mars 2023
Samfélagsskýrsla N1 2022
Samfélagsleg ábyrgð er virkur grunnur í rekstri N1 og eru stjórnendur og starfsmenn staðráðnir í að
gera sífellt betur og vinna stöðugt að framförum, bæði með markvissum breytingum í rekstrinum
og hvetjandi stuðningi úti í samfélaginu. Markmið N1 á komandi misserum endurspeglast í þeirri
grunnhugsun að gera betur ár frá ári og er nánar greint frá þeim í samfélagsskýrslunni.
Framtíðin er bæði björt og spennandi og N1 ætlar að vera leiðandi fyrirtæki í orkuskiptum
á Íslandi og halda áfram að styrkja dreifikerfi þjónustustöðva um allt land.