Samfélagsskýrsla N1 2020

22. mars 2021

Samfélagsskýrsla N1 2020

Við höfum unnið að því að auka samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti á undanförnum árum. Það er sjálfsagður hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar að umhverfið beri ekki skaða af starfseminni en auk þess að vera leiðandi í þjónustu hefur N1 verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum á eldsneytismarkaði með sölu á metani og rafmagni. Það er áskorun að finna og bjóða upp á umhverfisvænni valmöguleika í margbreytilegu vöruúrvali N1 og að þjóna með þeim hætti þörfum viðskiptavina ekki síður en umhverfisins.

Það skiptir okkur hjá N1 miklu máli að taka frumkvæði í orkuskiptum þjóðarinnar. Með því að setja upp hleðslustöðvar um allt land, bæði við heimili og á þjónustustöðvum N1, og bjóða jafnframt upp á hagkvæmasta raforkuverð sem heimilum stendur til boða tökum við þátt í að móta íslenskt samfélag til framtíðar. Við erum stolt af því !

Samfélagsskýrlsu N1 má sjá hér