Samfélagsleg ábyrgð

26. janúar 2015

Samfélagsleg ábyrgð

N1 er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Ýmis svið falla undir samfélagslega ábyrgð eins og umhverfismál, öryggismál, siðareglur og tengsl við samfélagið og er nú unnið því að skilgreina stefnuna.

Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt veigameiri þáttur í rekstri okkar hjá N1 og nær til allra þátta starfseminnar. En hvað þýðir hugtakið samfélagsleg ábyrgð? Að sögn Ásdísar Bjargar Jónsdóttur, gæðastjóra N1, fellur margt undir hugtakið eins og til dæmis umhverfismál, siðareglur, sanngjarnir starfshættir, samfélagsleg virkni, þróun og tengsl við samfélagið.

Stefna tekin í samfélagslegri ábyrgð
Sjö manna hópur vann árið 2014 að stefnu N1 á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. „Við sem hópur fengum það verkefni að komast að því hvað samfélagsleg ábyrgð þýði í raun og veru fyrir okkur hjá N1. Það er gott lærdómsferli að fara í gegnum þessa greiningarvinnu Í september 2014 skilaði hópurinn af sér skýrslu um hvaða skref N1 getur tekið til að efla samfélagsábyrgð sína,“ segir Ásdís Björg.
Í janúar hóf starfshópur vinnu við að undirbúa útgáfu samfélagsskýrslu að hætti GRI sem er alþjóðlegaviðurkenndur og notaður af um 4.000 fyrirtækjum víðsvegar um heiminn.
Ásdís Björg segir umhverfismál skipa stóran sess í stefnu N1 um samfélagslega ábyrgð og því unnið eftir sérstakri umhverfisstefnu. „Við nýtum tæki og tól til að mæla það sorp sem fer frá okkur og orku sem við nýtum í starfseminni. Þá notum við einnig aðeins rafræna greiðslu- og launaseðla.“

 

Öryggismálin á hreinu 
Hluti af samfélagslegri ábyrgð er að hafa öryggismálin á hreinu og huga vel að heilbrigði starfsmanna og því höldum við öryggismánuð árlega. Áður fyrr var alltaf haldinn árlegur öryggisdagur, svo síðar öryggisvika og núna er heill mánuður á ári sem helgaður er fræðslu um öryggi á starfsstöðvum N1. „Við leggjum einnig mikla áherslu á að hjá starfsfólki ríki jafnvægi á milli vinnu og einkalífs,“ segir Ásdís Björg en hjá N1 er vandlega farið eftir jafnréttis- og eineltisstefnu. N1 hefur sótt um Jafnlaunavottun VR og er vottunarferli hafið.
Víða úti á landi eru N1 stöðvarnar eini staðurinn þar sem hægt er að versla og gegna þær því veigamiklu félagslegu hlutverki. „Það má því segja að við bindum saman samfélög því stundum geta verið heilir 100 kílómetrar í næstu bensínstöð.“ Neytendamálin eru einnig snar þáttur og er N1 með skýrar vinnureglur varðandi verðlagningu og afsláttarkjör. N1 styrkir ýmis verkefni um land allt og eru slík verkefni oft hluti af samfélagslegri ábyrgð sem N1 vill sýna.