Safnkortspunktar

27. apríl 2007

Safnkortspunktar

Vegna fyrirspurna sem N1 hefur borist, þá viljum við ítreka að safnkortspunktar frá gamla Safnkortinu (Safnkorti ESSO) flytjast yfir á nýtt Safnkort N1 þar sem safnkortspunktarnir eru tengdir kennitölu viðkomandi. Einnig haldast allar kortatengingar sem gerðar höfðu verið við gamla Safnkortið. Það sama gerist ef fólk týnir Safnkortinu sínu og sækir um nýtt, þá heldur viðkomandi punktunum sínum sem áður höfðu safnast og einnig haldast allar kortatengingar sem gerðar höfðu verið.