13. apríl 2007
Sækja fram undir nýju merki
Aðalverðmætin felast í þessu frábæra starfsfólki sem nú er að leggja saman upp í langferð undir merkinu N1.
Þessi hópur er samhentur og staðráðinn í að leggja sig fram og skapa ímynd fyrir N1 sem byggir á nýrri upplifun viðskiptavina.
Allir starfsmenn starfa eftir sömu grundvallargildunum sem eru áreiðanleiki, áræði, ávinningur og ánægja − Ásarnir fjórir!
Nafnið sjálft, N1, er einfalt og þægilegt og býður upp á ýmsa möguleika, til dæmis skemmtilega orðaleiki.
Það varð þó aðallega fyrir valinu vegna þess að við ætlum að leggja alla áherslu á góða þjónustu – viðskiptavinurinn veit að hjá okkur er hann alltaf númer eitt!“