20. október 2022
Reykjavíkurborg knúinn rafmagni frá N1
N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum.
Hingað til hefur Reykjavíkurborg keypt rafmagn af Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar.
Um er að ræða alla almenna raforkunotkun borgarinnar auk götulýsingar.
Gildistími samningsins verður frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2025.
Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar