Rafrænir greiðsluseðlar og reikningar frá 1. janúar 2025

06. desember 2024

Rafrænir greiðsluseðlar og reikningar frá 1. janúar 2025

Kæru viðskiptavinir, Frá og með 1. janúar 2025 munu allir greiðsluseðlar og reikningar frá N1 berast rafrænt.

Hvað þýðir þetta fyrir viðskiptavini N1?

  • Greiðsluseðlar verða sendir sem rafræn skjöl í netbanka.
  • Reikningar verða sendir annaðhvort sem rafræn skjöl í netbanka, í tölvupósti eða með skeytamiðlun.
  • Innheimtubréf verður sent sem rafræn skjöl í netbanka og einnig í tölvupósti og með SMS á skráð netfang og símanúmer.
  • Afrit af reikningum og reikningsyfirlit er hægt að nálgast á Mínum síðum á vef okkar, n1.is

Með þessari breytingu vonumst við til að flýta fyrir afhendingu gagna og stuðla að betri umhverfisvernd með því að minnka pappírsnotkun.