Punktarnir þínir fljúga út

17. ágúst 2015

Punktarnir þínir fljúga út

Við hjá N1 höfum gert skemmtilega breytingu á notkun á punktunum okkar og nú ræður þú hvort þú borgar fyrir þínar vörur með punktum eða peningum. Með þessar breytingu erum við að koma til móts við viðskiptavini okkar.

Til dæmis er núna hægt að taka bensín fyrir t.d. 7000 krónur og greiða svo 5000 krónur í peningum og 2000 krónur í formi punkta. Eða kaupa t.d. samloku og kók og greiða fyrir það alfarið með punktum, þú ræður!

Þú einfaldlega ræður hvernig þú borgar og hve mikið þú greiðir í peningum og hve mikið í punktum. Ef þig vantar upplýsingar um punktastöðu þina kíktu þá á Mínar síður.

Einnig ætlum við að vera með skemmtileg punktatilboð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru veitingartilboðin okkar, afþreyingarvörur, leikhús, tónleikar eða utanlandsferðir, enn í fyrsta skipti í langan tíma bjóðum við upp á utanlandsferð.

undefined

Ef þú ert með N1 kortið þá ertu í N1 Klúbbnum og getur alltaf fylgst þar með þeim tilboðum sem í boði eru. Við sendum út reglulega pósta á alla okkar korthafa. Vertu með og safnaðu punktum í leiðinni.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við Þjónustuverið okkar.