Opnun TrackMan Range

05. júlí 2019

Opnun TrackMan Range

Á dögunum var TrackMan Range tekið í notkun með formlegum hætti á golfæfingasvæði Bása. N1 er styrktaraðili Bása. Björn Víglundsson, formaður GR ásamt Hinriki Erni Bjarnasyni framkvæmdarstjóra N1 og Helga Teit Helgasyni framkvæmdastjóri einstaklingsviðs Landsbankans klipptu á borða við formlega athöfn þar sem afrekskylfingar Golfklúbbs Reykjavíkur slógu samtímis högg úr öllum básum æfingasvæðisins.

TrackMan Range hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur en uppsetning á kerfinu hófst í vor og hefur verið aðgengilegt fyrir kylfinga sem hafa heimsótt Bása. Þeir sem vilja vita meira um TrackMan Range kerfið, virkni þess og möguleika geta fundið allar helstu upplýsingar á www.basar.is

N1 óskar félagsmönnum og öllum kylfingum til hamingju með þennan áfanga innan golfíþróttarinnar á Íslandi.