10. desember 2012
Opnum í dag 10. desember á Reyðarfirði
Í dag opnum við stórglæsilega og endurbætta sjálfsafgreiðslustöð á Reyðarfirði. Við fögnum þessum breytingum með lækkun á dæluverði um 15 krónur á mánudag og þriðjudag.
Þessi verðlækkun bætist við reglubundin afsláttarkjör hjá N1 korthöfum auk þess sem þeir safna tvöfalt fleiri N1 punktum en venjulega í desember, þegar verslað er eldsneyti.