ON og N1 opna hlöðu fyrir rafbíla á Hvolsvelli

15. september 2017

ON og N1 opna hlöðu fyrir rafbíla á Hvolsvelli

Í dag opnaði Orka náttúrunnar hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Næstu hlöður ON verða á þjónustustöðvum N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Frá því ON tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast.

Það var Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfbjargar, sem tók hlöðuna formlega í notkun. ON hefur kappkostað að hlöðurnar séu sem aðgengilegastar fyrir fatlaða rafbílaeigendur. Viðstödd voru stöðvarstjórar N1 á Hvolsvelli, hjónin Ólafía Ingólfsdóttir og Guðmundur Elíasson, og fjöldi starfsmanna ON með Bjarna Má Júlíusson framkvæmdastjóra í fararbroddi.