Nýr staður og nýjungar hjá Djúsí

Djúsí yfirmynd - afgreiðsluborð
27. janúar 2023

Nýr staður og nýjungar hjá Djúsí

N1 opnar nýjan Djúsí -stað á þjónustustöð sinni á Bíldshöfða. Samhliða opnunni kynnir Djúsí nýjungar á matseðli sínum, þannig að viðskiptavinir fái aukið val um að ráða skammtastærð sinni sjálfir.

Djúsí-stöðum hefur fjölgað hratt frá því þeir fyrstu voru opnaðir haustið 2021. Þeir eru nú 5 talsins, á höfuðborgarsvæðinu sem og í Hveragerði og Borgarnesi, og stefnir N1 á að opna fleiri Djúsí-staði um land allt í náinni framtíð.

„Við finnum að viðskiptavinir óska sífellt meira eftir hollum og næringarríkum skyndibita á ferð sinni um landið. Þess vegna höfum við unnið að því að fjölga Djúsí- og Ísey skyr bar-stöðum á þjónustustöðvum okkar enda finnum við að þessi tvenna mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar, bæði heima- og ferðamönnum. Nýi Djúsí-staðurinn á Bíldshöfða er kærkomin viðbót í veitingaflóruna á svæðinu og við hlökkum til að auðga flóruna á fleiri stöðum um land allt á komandi misserum;“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs hjá N1.

Jón Viðar segir að N1 finni ekki aðeins fyrir aukinni spurn eftir hollum valkostum, heldur jafnframt vilja viðskiptavinir í auknum mæli fá aukið val um skammtastærðir. Til að svara því kalli hafi því verið tekin sú ákvörðun hjá Djúsí að bjóða einnig upp á hálfa samloku og djús. „Við hjá N1 vitum að framtíðin er sveigjanleg og að fyrirtæki munu í auknum mæli þurfa að mæta viðskiptavinum sínum á þeirra forsendum. Þessar nýjungar eru lítið en ánægjulegt skref í þá átt,“ segir Jón Viðar

Í tilefni opnunar nýja Djúsí-staðarins á Bíldshöfða verða ýmis opnunartilboð á Bíldshöfða dagana 27. janúar til 2. febrúar á söfum, sjeikum og samlokum – bæði heilum og hálfum.