Nýr markaðsstjóri N1

15. apríl 2013

Nýr markaðsstjóri N1

Halldór Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs N1 og mun hann sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Halldór er 39 ára viðskiptafræðingur. Hann hefur undanfarin tvö ár sinnt starfi forstöðumanns markaðsmála hjá Skiptum. Einnig hefur Halldór unnið að markaðsmálum hjá Lazytown og Icelandair.

Við bjóðum Halldór velkominn til starfa.