Nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1

05. febrúar 2013

Nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1

Til fjölmiðla

Hinrik Örn Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs N1.

Hinrik Örn útskrifaðist 1998 sem viðskiptafræðingur með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands.  Að loknu námi starfaði hann í 5 ár sem sölustjóri hjá SÍF hf. og dótturfyrirtækjum, m.a. í 2 ár í Englandi.  Í upphafi árs 2003 tók Hinrik við starfi forstöðumanns útflutningssviðs Samskipa og sinnti því til 2007.  2007-2008 starfaði hann hjá Landsbankanum sem yfirmaður erlends sjávarútvegsteymis bankans en starfið fól m.a. í sér fjármögnun á alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum. Frá 2009 og þar til nú í janúar starfaði Hinrik í Hamborg sem framkvæmdarstjóri Eimskips í Þýskalandi þar til hann hóf störf á N1 í janúar.

Hinrik er kvæntur Önnu J. Sævarsdóttir, iðnrekstrarfræðingi og eiga þau þrjár dætur saman.

Fyrirtækjaþjónusta N1 er snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins um land allt og leggur N1 fjölbreyttum hópi fyrirtækja lið á hverjum degi. Hver viðskiptavinur hefur sinn viðskiptastjóra hjá N1 sem veitir ráðgjöf og faglega þjónustu. Boðið er upp á heildarsamninga um kaup á vörum og þjónustu svo stærð og reynsla N1 nýtist viðskiptavinum í atvinnulífinu um allt land sem best.

--
Nánari upplýsingar:
Katrín Guðjónsdóttir, markaðsstjóri N1 í síma 6603310 og Hinrik Örn Bjarnason 6603311.