Nýjasta kynslóð nagladekkja

09. október 2018

Nýjasta kynslóð nagladekkja

Fréttablaðið sló á þráðinn til Hermanns Elí vörustjóra hjólbarða hjá N1 og ræddi um nýja dekkið frá Michelin. 

Michelin er án efa þekktasti hjólbarðaframleiðandi heims og er Bibendum, eða „Michelin kallinn“ eins og flestir kalla hann, vel þekktur hér á landi eins og víða um heim. N1 og tengd fyrirtæki hafa verið samstarfsaðilar Michelin áratugum saman með góðum árangri fyrir íslenska bíleigendur sem hafa verið mjög ánægðir með dekkin segir Hermann Elí Hreinsson, vörustjóri hjólbarðar hjá N1.

Michelin hefur alla tíð lagt gríðarlega mikla áherslu á rannsóknir og þróun á hjólbörðum og nú koma þeir enn og aftur með hjólbarða sem slegið hafa í gegn að sögn Hermanns. „Í byrjun árs kynntu þeir til leiks Michelin Alpin 6 dekkið sem ætlað er fyrir Mið-Evrópu markað og má segja að dekkið hafi tröllriðið markaðinum. Michelin Alpin 6 notast við sömu tækni og Michelin Cross Climate og byggir á því að dekkið opnar sig betur því meir sem það slitnar og heldur þannig eiginleikum sínum betur út líftímann. Það má glögglega sjá í prófunum sem gerð hafa verið að bilið milli Michelin og annarra framleiðanda eykst töluvert í öllum viðmiðum ef borin eru saman dekk sem hafa verið keyrð 10.000 km.“

Mikil eftirvænting

Í mars kom svo að því sem flestir hafa verið að bíða eftir með eftirvæntingu að sögn Hermanns en þá kynnti Michelin til sögunnar Michelin X-Ice north 4 (XIN4) sem er nýjasta kynslóð nagladekkja frá Michelin. „Engu var til sparað og fóru t.d. starfsmenn frá N1 út til að prufa dekkin,  m.a. á ísi lögðum vötnum og í tilbúnum snjóbrautum. Einnig voru nýju dekkin borin saman við forverann og dekk frá helstu samkeppnisaðilum. Voru menn á einu máli um að hér væri komið byltingarkennt dekk sem setur nýtt viðmið í gæði hjólbarða. Sjálfur hef ég farið í margar ferðir til að prófa dekk en verð að segja að ég hef aldrei áður fundið jafn greinilega mun á gripi í öllum aðstæðum, þá sérstaklega á ís, eftir þær prófanir og á dekkjum helstu samkeppnisaðila.“

Ýmsar nýjungar

Hermann segir margar nýjungar tengjast XIN4 dekkinu. Notast er t.d. við tækni frá WRC rallý í nýrri tegund nagla, fjöldi nagla er gríðarlegur miðað við forvera dekksins ásamt því að munstur og naglastaðsetningar eru reiknaðar út fyrir hverja mismunandi breidd dekkja sem hefur ekki þekkst áður. „Þetta gerir það að verkum að Michelin dekkið veitir hámarksgrip á ís í öllum aðstæðum án þess þó að auka slit á vegum eða auka hljóðmengun.

Fær mikið lof

Á síðustu dögum og vikum hafa birst prófanir í blöðum víða á Norðurlöndum þar sem XIN4 trónir á toppnum og menn keppast við að lofa dekkið að sögn Hermanns. „Michelin XIN4 dekkið er gott dæmi um það hvernig Michelin fyrirtækið vinnur. Þeir eru ekki tilbúnir að fórna gæðum á einu sviði til að auka getu á öðrum sviðum og hafa því slagorðið „Total Performance“. Við hjá N1 leggjum mikið upp úr því að standast þær kröfur sem viðskiptavinir hafa varðandi þjónustu. Þar hefur samstarf við Michelin hjálpað okkur mikið. Öll hjólbarðaverkstæði N1 hafa hlotið „Michelin Quality dealer“ vottun, en þá vottun fá eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin. N1 er stoltur samstarfsaðili Michelin og mun halda áfram að vinna hörðum höndum að því að upplifun viðskiptavina verði eins og best verður á kosið.“