
12. júní 2025
Nýjar hleðslustöðvar rísa í Staðarskála, Hvolsvelli og Borgarnesi
Við höldum áfram að styrkja hleðslunet N1 um land allt og nú eru nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar komnar í gagnið á þremur lykilstaðsetningum: Staðarskála, Hvolsvelli og Borgarnesi.
Þessar nýju stöðvar bjóða upp á betri áreiðanleika og einfaldari upplifun fyrir rafbílaeigendur á ferðinni. Við erum stolt af því að geta bætt þjónustuna á þessum fjölförnu stöðum. Við minnum á að hraðhleðslustöðvar N1 má finna víða um land, meðal annars á Ártúnshöfða, Egilsstöðum, Ísafirði og Vík og hægt er að hlaða í gegnum N1 appið.
Einnig eru Tesla hraðhleðslustöðvar aðgengilegar á stöðvum N1 á Blönduósi, í Keflavík, Fossvogi og Staðarskála. Þær eru opnar öllum bílategundum í gegnum Tesla appið.
Fyrir nánari upplýsingar og leiðbeiningar