
Ný þjónustubifreið fyrir Vegaaðstoð N1
Vegaaðstoð N1 fékk í hendurnar nýja þjónustubifreð um miðjan þennan mánuðinn en bifreiðin aðstoðar viðskiptavini í neyð á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 08:00 - 24:00 alla daga ársins og þjónustar allar gerðir og stærðir bifreiða.
Nýi bíllinn er frá Volvo og búinn fullkomnum tækjabúnaði til að takast á við bæði hversdagslegri en ekki síður krefjandi verkefni. Er hann því kærkomin viðbót til að geta þjónustað viðskiptavini okkar betur í því mikilvæga starf sem Vegaaðstoðin sinnir.
Kristján og Hjörtur fóru nú á dögunum í jómfrúarferð bílsins þar sem skipta þurfti um gröfudekk. Gerði nýja bifreiðin og tækjabúnaðurinn um borð það kleift að verkefnið gekk eins og í sögu að þeirra sögn og hlakkaði í þeim báðum að fá að þjónusta viðskiptavini okkar betur á nýju ári á nýjum bíl.