Ný sjálfsafgreiðslustöð N1 á Hvolsvelli

03. júlí 2018

Ný sjálfsafgreiðslustöð N1 á Hvolsvelli

Nú nýverið opnaði N1 sína fyrstu sjálfsafgreiðslustöð á Hvolsvelli og hafa nú verið settir upp 3 sjálfsafgreiðslukassar á þjónustustöðinni. 

Hugmyndin með uppsetningu sjálfsafgreiðslukassa er að létta á þeim álgaspunktum sem verða á stöðinni og flýta fyrir þeim sem eru að versla fáa hluti í einu. Þetta er valkostur fyrir viðskiptavini N1, innlenda sem og erlenda ferðamenn. Slíkir sjálfsafgreiðslukassar eru flestum erlendum ferðamönnum kunnugir þar sem margar verslanir erlendis bjóða uppá þessa þjónustu. 

Með þessu hefur N1 fjölgað afgreiðslukössum og geta þeir sem eru að kaupa fáa hluti farið hraðar í gegn til að klára sín viðskipti í stað þess að bíða í langri röð á eftir þeim sem eru að kaupa sér veitingar og fleira. 

,,Það mun þó áfram vera í forgangi að hafa þjónustukassa opna enda geta viðskiptavinir ekki panta sér veitingar í gegnum sjálfsafgreiðslukassana, segir Páll Örn Líndal rekstrarstjóri þjónustustöðva.

Uppsetningar á kössunum var unnin í góðu samstarfi við starfsmenn Strikamerkja sem sá um uppsetningu kerfisins.

Á myndinni má sjá Guðmund Elíasson og Ólafíu Ingólfsdóttir stöðvastjóra á N1 Hvolsvelli ásamt Stefáni Jóhannssyni hjá Strikamerki.