Ný sjálfsafgreiðslustöð í Norðlingaholti

18. maí 2016

Ný sjálfsafgreiðslustöð í Norðlingaholti

Við höfum nú opnað nýja sjálfsafgreiðslustöð við Elliðabraut í Norðlingaholti með mjög góðri aðkomu fyrir bíla af öllum stærðum. Með þessu erum við að þétta enn frekar net bensínstöðva okkar um land allt en engin bensínstöð þjónustaði þetta ört vaxandi íbúasvæði.

Staðsetning stöðvarinnar liggur vel við umferð sem er á leið austur fyrir fjall auk þess sem stöðin þjónar íbúum hverfisins allt frá Árbæ og Norðlingaholti til Breiðholts. Góð aðkoma er fyrir stóra sem minni bíla inn á stöðina og verður auk eldsneytis hægt að dæla rúðuvökva á rúðupissið og ,,Ad Blue" tankinn. Fyrir þá sem ekki þekkja þá hefur Ad Blue það hlutverk að minnka loftmengun af völdum díesel og eru fjölmargar nýrri bifreiðar gerðir fyrir slíkt.

Hlökkum til að sjá þig í Norðlingaholtinu.