Ný sjálfsafgreiðslustöð að Ásvöllum opnuð í dag

12. apríl 2011

Ný sjálfsafgreiðslustöð að Ásvöllum opnuð í dag

Í dag opnar N1 nýja sjálfsafgreiðslustöð að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Ágúst Sindri Karlsson, formaður Hauka, mun opna nýju sjálfsafgreiðslustöðin formlega klukkan 15:00 ásamt fulltrúum frá N1.

Opnun stöðvarinnar, á 80 ára afmæli Hauka, markar formlegt upphaf samstarfs N1 og íþróttafélagisns sem felur í sér margvíslegan stuðning við starfsemi Hauka. „Við óskum Haukunum og Hafnfirðingum öllum innilega til hamingju á þessu stórafmælið og hlökkum til að vinna með þeim“, segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Í tilefni opnunarinnar og 80 ára afmælis Hauka verður veittur 10 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra á nýju N1 stöðinni við Ásvelli í dag frá klukkan 15:00 til miðnættis. Þá munu þeir sem taka eldsneyti á nýju stöðinni fá pylsu og Coke Cola á aðeins 99 kr. á N1 við Lækjargötu, Hafnarfirði í tilefni þessara skemmtilegu tímamóta gegn framvísnu kvittunar.