Ný og glæsileg N1 verslun við Glerárgötu

08. október 2020

Ný og glæsileg N1 verslun við Glerárgötu

Verslun N1 á Akureyri er flutt að Glerárgötu 36, en hún var áður til húsa að Tryggvabraut. Í nýju versluninni verður boðið upp á alla almenna þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga með miklu vöruúrvali.

 

Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja nýta sér þjónustu N1  og má að auki nefna verktaka, aðila í  sjávarútvegi, starfsmenn verkstæða, bændur og iðnaðarmenn. Í versluninni við Glerárgötu er mikið og gott úrval af ýmsum vörum og má telja til smurolíur, vinnufatnað, rekstrarvörur, gas, efnavörur, rafgeyma, perur, þurrkublöð, hleðsluvörur fyrir rafbíla og útgerðarvörur.

 

„Við erum afar ánægð með nýju verslunina, þetta er frábær staðsetning og við finnum fyrir mikilli velvild og ánægju bæjarbúa. Það verður ánægjulegt að bjóða viðskiptavini okkar í nýju verslunina,“ segir Einar Eyland, verslunarstjóri N1 verslunarinnar við Glerárgötu.

 

N1 kappkostar við að bjóða breitt vöruval, vönduð og þekkt vörumerki þar sem tryggt er að framboð þeirra taki mið að þörfum atvinnulífsins í nágrenni hverrar verslunar fyrir sig.

Það er hægt að sérpanta allar þær vörur sem N1 býður upp á.