18. desember 2019
Ný N1 stöð opnar í Skógarlind
N1 kynnir nýja sjálfsafgreiðslustöð við Skógarlind í Kópavogi. Stöðin stendur við verslanir ELKO og Krónunnar í Skógarlind. Þessi stöð er öðruvísi að því leytinu til að boðið er upp á fast, lágt verð og enga afslætti hvorki til einstaklinga né fyrirtækja.
Á nýju stöðinni bjóðum við upp á bensín, dísil og rúðuvökva. Ekki verður boðið upp á Adblue eða litaða gasolíu. Hægt verður að greiða með N1 korti/lyklum og nýta N1 punkta. Hins vegar verður ekki hægt að safna punktum á þessari stöð.
Nánari upplýsingar um nýju stöðina má finna hér