
Ný hraðhleðslustöð við N1 Háholt
Nú nýlega opnuðum við eina 50kW hraðhleðslustöð við þjónustustöð okkar í Háholti Mosfellsbæ. Nýja hraðhleðslustöðin kemur í staðinn fyrir stöð frá ON sem hefur verið í notkun síðan lok árs 2018.
Virknin fyrir viðskiptavini í Háholti er eins og í Skógarlind, nema greiðsla fer fram við sjálfsala 6, en ekki á hraðhleðslustöðinni sjálfri. Verðlagningin er sú sama og er í Lindum 45kWh og ekkert mínútugjald. Hægt að greiða með N1 korti og lyklum, enginn afsláttur aðeins fast gjald. Sömu greiðslumiðlar eru til staðar og eru á sjálfsölunum okkar. Hægt er að fá kvittun úr sjálfsala og afrit reikninga birtast á www.mitt.n1.is
Uppsetning hraðhleðslustöðva er áframhald á þeirri vegferð okkar að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og jafnframt viljum við áfram þjónusta alla okkar viðskiptavini sama hvort þeir aka um á bensínbílum, dísilbílum eða rafmagnsbílum.