Ný hraðhleðslustöð í N1 Borgarnesi

18. desember 2020

Ný hraðhleðslustöð í N1 Borgarnesi

Tvær 50kW hraðhleðslustöðvar hafa nú verið opnaðar við þjónustustöð okkar í Borgarnesi. Nýju hraðhleðslustöðvarnar koma í staðinn fyrir stöðvar frá ON. Önnur stöðin er staðsett upp við húsið en hin inn í skýli skammt frá.

Virknin fyrir viðskiptavininn er eins og í Háholti Mosfellsbæ þar sem greiðsla fer fram í sjálfsölum skammt frá.

Verðlagningin er sú sama og er í Lindum 45kWh og Háholti 50kWh og ekkert mínútugjald. Hægt að greiða með N1 korti og lyklum, enginn afsláttur aðeins fast gjald. Sömu greiðslumiðlar eru til staðar og eru á sjálfsölunum okkar. Hægt er að fá kvittun úr sjálfsala og afrit reikninga birtast á www.mitt.n1.is