15. desember 2014

N1 hf. er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins.

Þjónustunet N1 telur á annað hundrað afgreiðslustaði um allt land. Félagið veitir fólki og fyrirtækjum afburða þjónustu á sviði bílatengdrar starfsemi ásamt heildarlausnum í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja. Starfsmenn félagsins eru tæplega 900 og starfa þeir í hinum ýmsu störfum út um allt land. 

Starfsmannafélag N1 er mjög öflugt. Það stendur fyrir ýmsum uppákomum og á sumarbústaði meðal annars á Laugarvatni og Bifröst og íbúðir á Akureyri og í Kaupmannahöfn. Starfsmenn geta leigt bústaðina og íbúðirnar á lágu verði.

Stjórnendur N1 eru meðvitaðir um þá staðreynd að starfsfólkið er grunnurinn að velgengni félagsins og mikilvægt sé að byggja upp öfluga liðsheild þar sem reynsla, þekking og hæfni fara saman.