NASDAQ OMX Iceland samþykkir töku hluta í N1 hf. til viðskipta á Aðalmarkaði að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár

04. desember 2013

NASDAQ OMX Iceland samþykkir töku hluta í N1 hf. til viðskipta á Aðalmarkaði að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár

NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur samþykkt umsókn stjórnar N1 hf. (N1) (kt. 540206-2010) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Samþykkið er háð því að félagið uppfylli skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga á NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutafjár fyrir fyrsta viðskiptadag. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti N1 á Aðalmarkaði verði 19. desember nk.

Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.