N1 verður N1 ehf um áramótin

21. desember 2018

N1 verður N1 ehf um áramótin

Um áramótin tekur sú breyting gildi að N1 verður N1 ehf, en þessi formbreyting er tilkomin vegna samruna við Festi fyrr á árinu.  Með þessari breytingu fær N1 ehf nýja kennitölu og virðisaukaskattsnúmer, en að öðru leyti hefur hún engin áhrif á samninga eða þjónustu við viðskiptavini.

 

Síðustu vikur og mánuði hefur starfsfólk N1 unnið hörðum höndum að ýmsum breytingum vegna samrunans við Festi og ekki síst hvernig hægt sé að bæta þjónustu við viðskiptavini um land allt enn betur en áður.  Þar eru margir boltar á lofti en fyrsta skref er formbreyting á N1 sem tekur gildi 1. janúar 2019.

 

Hin nýja kennitala N1 ehf er 411003-3370 og virðisaukaskattsnúmerið er 133198.

 

Þjónustuver N1 ehf í síma 440-1000 eða í tölvupóstfanginu n1@n1.is veitir allar frekari upplýsingar til viðskiptavina varðandi þessa breytingu.

 

 

Starfsfólk N1