N1 verðlaunað fyrir samfélagsábyrgð

25. janúar 2018

N1 verðlaunað fyrir samfélagsábyrgð

N1 fékk í gær sérstök verðlaun Creditinfo fyrir samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Verðlaunin voru veitt jafnhliða því sem N1 fékk viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki.

Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök verðlaun eru veitt fyrir samfélagsábyrgð og eru þau veitt því fyrirtæki sem þyki framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í þessum málaflokki. Í umsögn dómnefndar segir að N1 geri stefnu sinni góð skil og upplýsingum um samfélagsábyrgð í ársskýrslu sinni og á vefsíðu.

Megin áhersla er lögð á umhverfismál, ábyrga stjórnarhætti og jafnréttismál og hefur fyrirtækið náð góðum árangri á þeim sviðum og hefur þróað ýmis samfélagslega mikilvæg verkefni á síðustu árum sem tengjast áherslum þess. Góður árangur fyrirtækisins speglast í ánægðum viðskiptavinum og starfsmönnum,“ segir ennfremur í umsögn dómnefndar.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir þetta góða viðurkenningu.

Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir starfsfólkið sem hefur haft trú á þessu verkefni frá upphafi og hins vegar verðlaunar þetta þá þolinmæði á þekkingu, fjármagni og mannafla sem við höfum markvisst fjárfest í um langt árabil. Samfélagsábyrgð ætti að vera sjálfsagður hlutur í rekstri fyrirtækja og við reynum að hafa fjölbreytnina að leiðarljósi í verkefnum okkar á þessu sviði. Við höfum haft skýr markmið og þolinmæði og nú erum við að uppskera,“ segir Eggert Þór.

 

Video um samfélagsábyrgð N1 má sjá hér