N1 veitir frumkvöðlum styrki

30. júlí 2010

N1 veitir frumkvöðlum styrki

N1 hefur ákveðið að styrkja valda umsækjendur sem vilja komast að hjá frumkvöðlasetrinu Klaki. Þar fá frumkvöðlar kennslu, aðstöðu og stuðning til að taka sýnar hugmyndir áfram.

N1 styrkir hvern umsækjanda um allt að 200.000 krónur en til greina koma eingöngu þeir sem komast í gegnum ákveðið hæfismat hjá Klaki. N1 er í hópi öflugra fyrirtækja sem einnig styrkja frumkvöðlana en þau eru CCP, Nýherji og Íslandspóstur.