N1 Vegabréf 2021

10. júní 2021

N1 Vegabréf

Fylltu sumarið af fjöri með því að safna stimplum í Vegabréfið þitt á N1 stöðvum um allt land. Hver stimpill færir þér skemmtilega gjöf og þegar Vegabréfið er fullstimplað skilar þú því inn á næstu N1 stöð til að eiga möguleika á frábærum vinningum í leikslok.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór prýða Vegabréfið í ár en því var dreift með Morgunblaðinu í aldreifingu þann 10. júní.

Vegabréfið samanstendur af 6 stimpilreitum og verður glaðningur veittur í hvert skipti. Til þess að fá Vegabréfið upphaflega þarf að versla fyrir 500 kr. eða meira, sama gildir síðan um söfnun stimpla í framhaldi leiksins.

Vegabréfið samanstendur af 6 stimpilgjöfum.

  • Stimpill 1 – Lays snakkpoki Salt eða Sour cream 27,5 g
  • Stimpill 2 – Coca cola án sykurs 0,5 lítra
  • Stimpill 3 – Nóa Krisp Rjómasúkkulaði með krispkúlum 25 g
  • Stimpill 4 – Sumar Kristall 330 ml dós
  • Stimpill 5 – Bubs hlauppoki 20 g
  • Stimpill 6 – Extra Sweet Mint tyggjópakki

 

Margir glæsilegir vinningar eru í pottinum í ár, en þeir eru 100 talsins.

Stóru vinningarnir koma frá vinum okkar í ELKO, hin vinsæla Playstation 5, tvö stykki, þá eru tveir Iphone 12 símar, tvö rafmagnshlaupahjól, tvær Nintendo switch tölvur og tvö Apple AirPods Pro. Einnig eru í vinning Serrano gjafabréf, Ísey Skyr Bar gjafabréf og Subway gjafabréf.   

 

Hægt verður að nálgast stimpla víðs vegar um landið. Fullstimpluðum miðum er síðan skilað inn á stöðvarnar til okkar og dregið verður út í lok leiks eða eftir 20 ágúst.

 

Sjá allt um Vegabréfið hér

Gleðilegt ferðasumar!