N1 þjónustustöð og bílaþjónusta Bíldshöfða 2 fyrsta fjölorkustöðin til að hljóta ISO 14001 vottun

18. febrúar 2011

N1 þjónustustöð og bílaþjónusta Bíldshöfða 2 fyrsta fjölorkustöðin til að hljóta ISO 14001 vottun

N1 þjónustustöð og bílaþjónusta við Bíldshöfða 2 fengu í gær afhenta vottun samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðalinum ISO 14001, fyrst fjölorkustöðva á Íslandi. ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit þeirra umhverfisþátta sem fyrirtæki geta stýrt eða haft áhrif á.

Þessi áfangi er afrakstur góðrar vinnu starfsmanna á Bíldshöfða 2 sem hafa með skipulögðum hætti fylgt kröfum staðalsins. Í því felst meðal annars að flokka allt sorp sem frá starfseminni fellur, sækja námskeið og með breyttum hugsunarhátti og hegðun dregið eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni.

Innleiðing umvherfisstaðalsins hefur gengið vel að sögn Ásdísar Bjargar Jónsdóttur, gæðastjóra N1. En við látum ekki þar við sitja heldur er að auki áformað að innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnuarkerfið á þrjár stöðvar til viðbótar á næstu misserum og fá í kjölfarið vottun. Framtíðarstefna N1 er að allar stöðvar N1 verði ISO 14001 vottaðar.