N1 tekur við umboðinu hérlendis fyrir Comma
N1 hefur nú samið við framleiðendur COMMA um dreifingu á smurolíum og efnavöru frá Comma. Comma olíurnar komu á markað hér fyrir rúmum 20 árum og hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt.
Olíur fyrir allskonar ökutæki
Comma hefur framleitt smurolíur í yfir 45 ár og hefur einbeitt sér að framleiðslu á olíu og frostlegi fyrir flestar gerðir ökutækja. Mest áhersla er þó lögð á fólksbílamarkaðinn. Í dag framleiðir Comma olíur á flestar gerðir af nýjustu bílum, hvort sem er bensín- eða dísilvélum. Einnig eru í boði sjálfskiptivökvar og gírolíur. Af efnavörum mætti telja upp allar gerðir af bremsuvökvum, bremsuhreinsi, eldsneytisbætiefni.
Allur frostlögur á bifreiðar sem er seldur hjá N1 í dag kemur frá Comma, bæði selt sem Comma og Mobil. Hvorutveggja er vottað af öllum helstu bíla og vélaframleiðendum.
Í boði eru 5 gerðir sem henta á ólíkar bíltegundir. Hjá N1 reynum við að eiga allar gerðir til þannig að hægt sé að uppfylla kröfur frá bílaframleiðendum.
Jákvætt fyrir umhverfið
Comma framleiðir einnig ýmis efni til hreinsunar og viðhalds á bifreiðum, að ótöldu Manista handþvottakreminu sem bifvélavirkjar, vélvirkjar og vélstjórar hafa notað með góðum árangri árum saman.
Manista hefur ákveðna sérstöðu því það inniheldur korn úr eldfjallaösku en ekki örplast eins og mörg sambærileg efni. Þetta er afar jákvætt fyrir umhverfið því að sjálfsögðu endar þetta allt í hafinu.