N1 styrktaraðili U17

22. júní 2015

N1 styrktaraðili U17

Úrslitakeppni Evrópumóts U17 kvenna hefst á Íslandi í dag, 22. júní, en leikið er í Reykjavík, Kópavogi og Akranesi. Á mótinu leika efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu og má því búast við spennandi og skemmtilegu móti.

Frítt er á alla leiki mótsins en Ísland er meðal liða og hvetjum við alla að koma á leiki mótsins.

Fyrir hvern leik verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastala og grillaðar pylsur. Landsliðskonur munu einnig líta við á alla velli, heilsa upp á krakkana, dreifa plakötum af landsliðum Íslands og árita. Einnig verður happdrætti á hverjum leik þar sem miðar á landsleiki með A-landsliðum kvenna og karla verða meðal vinninga. Dregið verður út á meðan leikjum stendur en vinningshafar verða að vera á staðnum til að hljóta vinningana.

Það er því ríkt tilefni til að skella sér á leikina og skemmta sér ærlega. Boðið verður upp á pylsur, hoppukastala og knattþrautir fyrir leikina og svo er dregið úr happdrættismiðum undir lok leikja.

N1 er stoltur styrktaraðili U17 kvenna 

Sjáumst á vellinum!