N1 styrkir Vigdísarstofnun

19. nóvember 2013

N1 styrkir Vigdísarstofnun

Á dögunum undirritaði Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri, styrktarsamning við Vigdísarstofnun fyrir hönd N1. Styrkurinn hljóðaði upp á 500.000 kr. á ári í þrjú ár. Styrkir til Vigdísarstofnunar munu auðvelda stofnuninni að hrinda í framkvæmd áformum um alþjóðlega tungumálamiðstöð sem mun verða til húsa í nýbyggingu við Suðurgötu, næst gömlu Loftskeytastöðinni.

Nánar um undirskriftina og verkefnið má sjá hér á vef Háskóla Íslands.