N1 styrkir Samhjálp

22. desember 2015

N1 styrkir Samhjálp

Í byrjun desember fórum við með rúmlega 200 vinnupeysur og 200 vinnubuxur og aðrar vörur sem eru hlýjar og góðar til Samhjálpar. 

Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar tók fagnandi við þessum vörum og segir að þær komi sér vel fyrir þá sem búa á götunni og verja tíma sínum hve mest úti við. 

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjórinn okkar segir að þessar vörur hafi verið sérstaklega valdar fyrir Samhjálp og vonum við að þær komi að góðum notum hjá þeim í vetur.  

 

Á myndinni eru: 

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar og Vignir Almarsson bílstjóri hjá N1.