N1 styrkir munaðarlaus börn á Haití

18. júlí 2016

N1 styrkir munaðarlaus börn á Haití

N1 styrkti á dögunum verkefnið "Munaðarlaus börn á Haiti" sem haldið hefur verið úti af Pétri Guðjónsson frá því jarðskjálftinn mikli varð þar 2010.

Síðan þá hefur Pétur haft umsjón með 100 munaðarlausum börnum sem misstu foreldra sína í jarðskjálftanum. Þessi börn eru í dag ekki bara heilbrigð og hraust heldur jafnframt fyrirmynd annarra barna vegna góðs námsárangurs og framkomu. Er það Pétri að þakka að sá árangur hefur náðst en hann hefur stýrt þessu starfi með stuðningi íslenskra fyrirtækja og einstaklinga sem lagt sitt af mörkum til verkefnisins. 

N1 er stolt af því að geta stutt við þetta góða málefni svo halda megi þessu góða starfi áfram á Haití.