15. desember 2016
N1 styrkir Mæðrastyrksnefnd
Þann 15.desember styrkti N1 það mikilvæga starf sem Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sinnir um 1 milljón krónur nú sjötta árið í röð í aðdraganda jólanna.
Í tilefni þess var efnt til jólastundar á þjónustustöð okkar í Kópavogi sem staðsett er í Stórahjalla. Jólasveinar mættu á svæðið, glöddu börnin og léku á alls oddi eins og þeim einum er lagið. Einnig var fenginn til möndlubás svo dísætann ilminn lagði um hverfið en boðið var upp á ristaðar möndlur fyrir gesti og gangandi.
Það var Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, sem veitti þeim Önnu Kristinsdóttur og Sigurfljóð Skúladóttir forstýrum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs styrkinn.
Hægt er að sjá myndskeið frá jólastundinni í spilaranum hér að neðan: