N1 styrkir Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi

14. desember 2015

N1 styrkir Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi

Markaðsstjórinn okkar hún Þyrí Dröfn Konráðsdóttir afhenti í vikunni Mæðrastyrksnefnd Kópavos eina milljón króna, en þetta er fimmta árið í röð sem við hjá N1 gefum  Mæðrastyrksnefnd peningagjöf til þess að aðstoða bágstaddar fjölskyldur fyrir jólin og styrkja þá sem minna mega sín. 

“Þörfin er mikil. Hingað kemur stór hópur af fólki sem þarf á aðstoð að halda á þessum árstíma. Markmið okkar er að vísa engum frá og allir fái tækifæri til að halda uppá hátíðarnar. Þessi styrkur mun sannarlega hjálpa okkur að ná þeim markmiðum” segir Anna Kristinsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.

“Við viljum leggja okkar af mörkum við að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Þessi félög, ásamt fleirum, vinna mikið og þarft starf og það er afar ánægjulegt að geta lagt þeim lið” segir Þyrí hjá N1.

 

Á myndinni eru: Ragnheiður Sveinsdóttir, gjaldkeri Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.